Verstappen bestur á æfingu

Max Verstappen í rigningunni í Kanada.
Max Verstappen í rigningunni í Kanada. AFP/Clive Mason
Verstappen leiðir með miklum yfirburðum á tímabilinu en Hollendingurinn er með 310 stig, 109 stigum meira en Mónakóinn Charles Leclerc sem er í öðru sæti.
Leclerc náði næstbesta tímanum í dag en Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, var þriðji.
Þrátt fyrir að Verstappen hafi náð besta tímanum í dag, en hann var meira en 0.3 á undan Leclerc, er hann einn af mörgum ökuþórum sem fengu refsingu fyrir keppnina á morgun.
mbl.is
Loka