Frakkinn nýr liðsstjóri Ferrari

Fred Vasseur, nýi liðsstjóri Ferrari.
Fred Vasseur, nýi liðsstjóri Ferrari. AFP/Andrej Isakovic

Formúlu-1 lið Ferrari er búið að finna arftaka Ítalans Mattia Binotto sem liðsstjóra liðsins en það er Frakkinn Fred Vasseur. 

Vasseur tekur formlega við af Binotto í janúar á komandi ári en Ítalinn sagði af sér í síðasta mánuði. 

Frakkinn þekkir sig vel innan formúlunnar en hann liðsstýrði Alfa Romeo í sex ár. Á síðasta keppnistímabili náði liðið sjötta sæti, sem er best árangur þess í áratug. 

mbl.is