Schumacher snýr aftur

Mick Schumacher er mættur aftur í Formúlu 1.
Mick Schumacher er mættur aftur í Formúlu 1. AFP/Ben Stansall

Mick Schumacher hefur verið ráðinn varaökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum og skrifaði ökumaðurinn ungi undir samning sem gildir út tímabilið 2023.

Þetta tilkynnti Mercedes á heimasíðu sinni á dögunum en Schumacher, sem er sonur heimsmeistarans fyrrverandi Michaels Schumachers, var ökumaður Haas á síðustu keppnistímabili.

Samningur hans við Haas var hins vegar ekki endurnýjaður eftir að hann rann út síðasta sumar en Mick Schumacher á að baki tvö tímabil í Formúlu 1.

Sem varaökumaður Mercedes mun Mick Schumacher verða viðstaddur allar keppnishelgar Formúlu 1 og þá mun hann einnig taka þátt í þróun keppnisbíls Mercedes-liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert