Spænski ökuþórinn Carlos Sainz vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag eftir hörkubaráttu á síðustu hringjunum.
Sainz byrjaði fremstur í dag eftir frábæran tímatökuhring í gær og átti hann ekki síðri dag í dag þegar hann varð sá fyrsti til þess að vinna kappakstur á tímabilinu og vera ekki í liði Red Bull.
Síðustu hringirnir voru æsispennandi þar sem Sainz varðist glæsilega gegn Lando Norris, George Russell og Lewis Hamilton sem voru á hælum hans síðustu 7 hringina.
Allt stefndi í verðlaunapall fyrir Russell en á síðasta hringnum missti hann stjórn á bílnum sínum og hafnaði í veggnum og því varð Lewis Hamilton þriðji í mark á eftir Sainz og Lando Norris.
Red Bull liðið sá aldrei til sólar um helgina en bíllinn virtist ekkert líkur þeim bíl sem ökuþórarnir hafa keyrt á tímabilinu hingað til.
Efstu 5 ökuþórarnir í dag: