Max Verstappen, ökuþór Redbull, mun ræsa sautjándi í Sao Paulo kappakstrinum sem fer fram í dag eftir að hann komst ekki upp úr öðrum hluta tímatakanna. Ofan á það er hann með fimm sæta refsingu þar sem hann skipti um hluta í bílnum fyrir helgina.
Tímatökurnar áttu að fara fram í gær en var frestað vegna úrhellis í Sao Paulo. Ákveðið var að keyra þær í morgun í aðeins betri aðstæðum þótt að rigningin setti svo sannarlega strik í reikninginn.
Franco Colapinto var fyrstur til að keyra sig út úr tímatökunum en hann endaði í veggnum í fyrsta hluta tímatakanna.
Í öðrum hluta tímatakanna keyrði Carlos Sainz utan í vegg og endaði hann í 13. sæti.
Í lok annars hlutans keyrði Lance Stroll út í vegg sem þýddi að rautt flagg kom í veg fyrir að Max Verstappen náði að setja tíma.
Í lokahlutanum var rigningin orðin meiri og menn lentu í allskonar vandræðum. Fernando Alonso og Alexander Albon klesstu báðir bílana sína og verður að teljast mjög ólíklegt að Albon nái að keppa í dag.
Eftir allt þetta þá er Lando Norris á ráspól og George Russel ræsir annar.
Kappaksturinn hefst klukkan 15:30 í dag og má fastlega búast við rigningarkappakstri í Brasilíu.
Rásröðin:
1. Lando Norris - McLaren
2. George Russel - Mercedes
3. Yuki Tsunoda - RB
4. Esteban Ocon - Alpine
5. Liam Lawson - RB
6. Charles Leclerc - Ferrari
7. Alex Albon - Williams
8. Oscar Piastri - McLaren
9. Fernando Alonso - Aston Martin
10. Lance Stroll - Aston Martin
11. Valteri Bottas - Sauber
12. Sergio Perez - Red Bull
13. Carlos Sainz - Ferrari
14. Pierre Gasly - Renault
15. Lewis Hamilton - Mercedes
16. Oliver Bearman - Haas
17. Max Verstappen - Red Bull
18. Franco Colapinto - Williams
19. Nico Hulkenber - Haas
20. Guanyu Zhou - Sauber