Ástralinn Oscar Piastri, sem keyrir fyrir McLaren, byrjar á ráspól í Formúlu 1-kappakstrinum í Imola á Ítalíu í dag.
Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen byrjar annar en hann endaði 0,034 sekúndum á eftir Piastri. George Russell ræsir þriðji fyrir Mercedes og Lando Norris, samherji Piastri, fjórði.
Ekkert gengur hjá Ferrari þessa dagana en Charles Leclerc og Lewis Hamilton byrja ellefti og tólfti.
Yuki Tsunoda, sem keyrir fyrir Red Bull, lenti í hrikalegum árakstri í tímatökunum en sem betur fer slapp Japaninn óhultur.
Grateful to see Yuki Tsunoda walk away from this enormous shunt in Q1#F1 #ImolaGP pic.twitter.com/hsviPlI66P
— Formula 1 (@F1) May 17, 2025