Heimamaðurinn bar sigur úr býtum

Lando Norris vann breska kappaksturinn í dag.
Lando Norris vann breska kappaksturinn í dag. AFP/Ben Stansall

Breski ökuþórinn Lando Norris, sem keyrir fyrir McLaren, kom fyrstur í mark í breska kappakstrinum í Formúlu 1 á Silverstone-brautinni í dag.

Ástralinn Oscar Piastri, liðsfélagi Norris, hafnaði í öðru sæti og Nico Hülkenberg, sem keyrir fyrir Kick-Sauber, kom óvænt þriðji í mark.

Heimamaðurinn Lewis Hamilton endaði í fjórða sæti og ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom á eftir honum í fimmta sætinu.

Úrslitin þýða að McLaren stækkar forskot sitt í heimsmeistarakeppni bílasmiða en liðið er með 460 stig, 238 stigum á undan Ferrari í öðru sæti.

Liðsfélagarnir Piastri og Norris berjast um að verða heimsmeistari ökuþóra en Piastri er efstur með 234 stig, átta stigum meira en Norris.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert