Jafntefli í sundboltanum á Ólafsfirði

Leiftur og Keflavík skildu jöfn 1:1 í leik liðanna á Ólafsfirði í dag. Veðrið í Ólafsfirði var hreint hræðilegt og völlurinn einn pollur, nánast eins og sundlaug.

Gestirnir voru heldur ákveðnari framan af leik og það var því nokkuð gegn gangi leiksins að Páll Guðmundsson kom heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Gunnar Oddsson jafnaði leikinn síðar í hálfleiknum fyrir Keflvíkinga og þeir réðu leiknum eftir það, þá sérstaklega eftir að John Nielsen Leiftursmanni var vikið af velli skömmu fyrir hálfleik. En veðrið hafði sitt að segja og hvorugu liðinu tókst að nýta sér það þegar boltinn datt oft á tíðum dauður í vítateig liðanna. 1:0 á 20. mínútu
Páll Guðmundsson fékk sendingu inn fyrir vörn Keflvíkinga, eftir þunga sókn gestanna, og vippaði boltanum yfir Bjarka markvörð. 1:1 á 34. mínútu
Gunnar Oddsson jafnar metin fyrir Keflvíkinga. Byrjunarliðin:
Leiftur: Jens Martin Knudsen, Sindri Bjarnason, John Nielsen, Páll Guðmundsson, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, Steinar Ingimundarson, Steinn V. Gunnarsson, Peter Ogaba, Páll V. Gíslason, Kári Steinn Reynisson, Baldur Bragason.
Keflavík: Bjarki Guðmundsson, Snorri M. Jónsson, Georg Birgisson, Kristinn Guðbrandsson, Gestur Gylfason, Karl Finnbogason, Gunnar Oddsson, Marco Tanasic, Þórarinn Kristjánsson, Eysteinn Hauksson, Sasa Pavic. Rautt spjald:
John Nielsen (Leiftri) á 40. mínútu. Dómari: Egill Már Markússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert