Framarar að sleppa

Framarar fóru langt með að tryggja sæti sitt í Landssímadeildinni með 3:1 sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli í dag. Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarson var án efa maður leiksins en hann gerði öll mörk Framara.

Heimamenn léku undan vindinum í fyrri hálfleiknum og voru þá heldur sterkari og höfðu enda eitt mark yfir í hálfleik. Valsmenn færðust allir í aukana í byrjun síðari hálfleiks og Ólafur Stígsson náði að jafna fyrir þá með laglegu langskoti en heimamenn jöfnuðu sig fljótt og Ásmundur skoraði tvívegis fyrir þá til að tryggja sigurinn. Með þessum sigri eru Framarar komnir með 19 stig og að allra hættulegasta svæði deildarinnar þó þeir séu þó með engu algjörlega sloppnir undan falldraugnum. 1:0 á 13. mínútu
Ásmundur Arnarson fékk sendingu inn fyrir vörn Vals og renndi boltanum örugglega framhjá Lárusi markverði en Valsmenn mótmæltu þessu ákaft og vildu meina að Ásmundur hefði verið rangstæður. 1:1 á 62. mínútu
Ólafur Stígsson skoraði fyrir Val með glæsilegu langskoti. 2:1 á 71. mínútu
Arnljótur Davíðsson átti skot í stöng Valsmarksins en Ásmundur Arnarson fylgdi vel á eftir og sendi knöttinn í netið. 3:1 á 89. mínútu
Ásmundur Arnarson tryggir Frömurum sigur með sínu þriðja marki. Byrjunarliðin:
Fram: Ólafur Pétursson, Jón Sveinsson, Ágúst Ólafsson, Baldur Bjarnason, Ásgeir Halldórsson, Anton Björn Markússon, Freyr Karlsson, Sævar Guðjónsson, Kristófer Sigurgeirsson, Þórir Áskelsson, Ásmundur Arnarson.
Valur: Lárus Sigurðsson, Bjarki Stefánsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Mark Ward, Ólafur Stígsson, Guðmundur Brynjólfsson, Sigurbjörn Hreiðarson, Salih Heimir Porca, Richard Burgess, Arnór Guðjohnsen, Hörður Már Magnússon. Gul spjöld:
Fram: Ásgeir Halldórsson á 21. mínútu, Ágúst Ólafsson á 34. mínútu.
Valur: Ólafur Stígsson á 9. mínútu, Mark Ward á 13. mínútu. Rautt spjald:
Mark Ward (Val) á 86. mínútu. Dómari:
Garðar Örn Hinriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert