Keflvíkingar lögðu meistaraefnin

Keflavík sigraði KR 1:0 í Landssímadeildinni í dag en sigurmarkið skoraði Róbert Sigurðsson strax á 6. mínútu. Sigurinn verður að teljast sanngjarn því heimamenn áttu mörg önnur færi sem hefðu getað orðið að mörkum.

Heimamenn byrjuðu með miklum látum og þegar fyrsta markið kom máttu KR-ingar þakka fyrir að vera ekki orðnir þegar þremur mörkum undir því pressa Keflvíkinga var látlaus og gestirnir björguðu í tvígang á línu á fyrstu fimm mínútunum. Heimamenn réðu að öðru leyti gangi leiksins að mestu leyti og fengu flest bestu færin og það var aðeins undir lokin sem KR-ingar tóku völdin en þó án þess að fá umtalsverð marktækifæri. 1:0 á 6. mínútu
Róbert Sigurðsson komst á auðan sjó og skoraði örugglega framhjá Gunnleifi markverði KR. Byrjunarliðin:
Keflavík: Bjarki Guðmundsson, Snorri M. Jónsson, Georg Birgisson, Kristinn Guðbrandsson, Gestur Gylfason, Karl Finnbogason, Gunnar Oddsson, Marco Tanasic, Þórarinn Kristjánsson, Eysteinn Hauksson, Róbert Sigurðsson.
KR: Gunnleifur Gunnleifsson, Bjarni Þorsteinsson, Þórhallur Hinriksson, Þormóður Egilsson, Indriði Sigurðsson, Sigurður Örn Jónsson, Besim Haxhiajdini, Einar Þór Daníelsson, Þorsteinn Jónsson, Björgvin Vilhjálmsson, Guðmundur Benediktsson. Gul spjöld:
Keflavík: Karl Finnbogason á 17. mínútu.
KR: Besim Haxhiajdini á 20. mínútu. Dómari:
Guðmundur Stefán Maríasson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert