Stórt skref fyrir Valsmenn frá botninum

Valsmenn stigu stór skref í þá átt að halda sæti sínu í Landssímadeildinni með 2:0 sigri á Grindavík í dag. Eftir þennan sigur hafa Valsmenn 18 stig í 7. sæti en verða helst að sigra í lokaumferðinni til að gulltryggja sæti sitt í deildinni.

Heimamenn voru allt frá byrjun staðráðnir í því að vinna sigur í þessum leik og gekk gestunum úr Grindavík illa að byggja upp spil. Valsmenn voru mjög ákveðnir, fastir fyrir í vörninni og beittir á sókn. Salih Heimi Porca hafa verið nokkuð mislagðir fætur í sumar hjá Val en hann átti skínandi leik á miðjunni hjá Val, skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara. Þá ber að geta þes að bæði lið fengu vítaspyrnur á stuttum kafla um miðbik síðari hálfleiks en báðar fóru forgörðum, Albert Sævarsson varði fyrst frá Arnóri Guðjohnsen og Lárus Sigurðsson varði síðar frá Milan Stefán Jankovic fyrirliða Grindvíkinga. 1:0 á 17. mínútu
Salih Heimir Porca fékk boltann rétt utan vítateigs Grindvíkinga, hafði nægan tíma til að athafna sig, og sendi boltann í netið með óverjandi skoti fyrir Albert Sævarsson. 2:0 á 32. mínútu
Salih Heimir Porca sendi laglega fyrir mark Grindvíkinga og þar var Arnór Guðjohnsen á réttum stað og skoraði með góðum skalla. Byrjunarliðin:
Valur: Lárus Sigurðsson, Bjarki Stefánsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Stefán Ómarsson, Guðmundur Brynjólfsson, Ingólfur Ingólfsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Salih Heimir Porca, Grímur Garðarson, Arnór Guðjohnsen, Daði Árnason.
Grindavík: Albert Sævarsson, Björn Skúlason, Milan Stefán Jankovic, Guðjón Ásmundsson, Sveinn Ari Guðjónsson, Vignir Helgason, Hjálmar Hallgrímsson, Zoran Ljubicic, Scott Ramsey, Kekic Sinisa, Grétar Hjartarson. Dómari:
Eyjólfur Ólafsson
Aðstoðardómarar:
Einar Guðmundsson og Smári Vífilsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert