Þrautseigja í Þrótturum

Þróttarar létu það ekki á sig fá þó að þeir lentu snemma tveimur mörkum undir gegn Skagamönnum á Akranesi í dag, náðu að jafna og nældu í dýrmætt stig í botnbaráttunni.

Heimamenn á Skaganum voru léttleikandi í byrjun leiks og fóru oft illa með vörn Þróttar og skoruðu enda í tvígang á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það virtust gestirnir ná áttum og fóru að sækja og voru búnir að jafna fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og sá fyrri en eftir að Sigursteini Gíslasyni var vikið af velli sóttu gestirnir nokkuð í sig veðrið en virtust þó ekkert alltof ósáttir við jafnteflið. 1:0 á 10. mínútu
Dean Martin fékk sendingu inn fyrir vörn Þróttar og var þar á auðum sjó ásamt einum félaga sínum og skoraði örugglega í net Þróttar. 2:0 á 19. mínútu
Eftir laglegt þríhyrningsspil Pálma Haraldssonar og Sigursteins Gíslasonar á vinstri kanti sendi Pálmi boltann fyrir á Ragnar Hauksson sem sendi boltann rakleitt í netið. 2:1 á 26. mínútu
Eftir mikið pot í vítateig Skagamann féll boltinn fyrir fætur Hreins Hringssonar sem náði að senda boltann í net Skagamanna af markteig. 2:2 á 34. mínútu
Logi U. Jónsson stakk sér í gegnum flata vörn Skagamanna og skoraði örugglega. Byrjunarliðin:
ÍA: Þórður Þórðarson, Reynir Leósson, Sturlaugur Haraldsson, Jóhannes Harðarson, Heimir Guðjónsson, Steinar Adolfsson, Alexander Högnason, Sigursteinn Gíslason, Pálmi Haraldsson, Ragnar Hauksson, Dean Martin.
Þróttur: Fjalar Þorgeirsson, Arnaldur Loftsson, Ingvar Ólason, Izudin Daði Dervic, Kristján Jónsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Logi U. Jónsson, Páll Einarsson, Vignir Þ. Sverrisson, Tómas Ingi Tómasson, Hreinn Hringsson. Rautt spjald:
Sigursteinn Gíslason (ÍA) á 75. mínútu. Dómari:
Bragi Bergmann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert