Heppnin er vinur Grindvíkinga!

Grindvíkingar eru óútreiknanlegir og þeir tryggðu sér áframhaldandi veru í Landssímadeildinni í dag með 4:2 sigri á Fram í Grindavík í dag. Gestirnir komust tvívegis yfir en heimamenn bættu byr í seglin og skoruðu þrívegis á síðasta korterinu og tryggðu sér glæstan sigur.

Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum og áttu þá fjölda tækifæra en Framarar aðeins eitt, það kom á fjórðu mínútu og úr því kom mark frá Ásmundi Arnarsyni. Í byrjun seinni hálfleiks virtist sem allur vindur væri úr gestunum og Framarar komust yfir. En aukakraftur virtist koma í gestina eftir að lenda aftur undir og á lokakaflanum skoruðu þeir í þrígang og tryggðu með því áframhaldandi sæti í Landssímadeildinni. 0:1 á 4. mínútu
Ásmundur Arnarson fékk sendingu inn fyrir vörn Grindvíkinga sem reyndu að leika hann rangstæðan en það tókst ekki og Ásmundur skoraði örugglega. 1:1 á 37. mínútu
Zoran Ljubicic tók aukaspyrnu frá vinstri og sendi inn á vítateig og þar kom Milan Stefán Jankovic á mikilli ferð og skallaði boltann í netið. 1:2 á 63. mínútu
Kristófer Sigurgeirsson fékk sendingu inn fyrir vörn Grindvíkur frá Baldri Bjarnasyni og skoraði örugglega framhjá Alberti Sævarssyni. 2:2 á 75. mínútu
Grétar Hjartarson stakk sér fram eftir sendingu frá Þórarni Ólafssyni og skallaði boltann í netið. 3:2 á 85. mínútu
Scott Ramsey skoraði úr vítaspyrnu fyrir heimamenn sem Framarar mótmæltu harðlega. 4:2 á 89. mínútu
Þórarinn Ólafsson fékk sendingu inn fyrir vörn Fram og skoraði fjórða mark Grindvíkinga. Byrjunarliðin:
Grindavík: Albert Sævarsson, Óli Stefán Flóventsson, Björn Skúlason, Guðjón Ásmundsson, Milan Stefán Jankovic, Vignir Helgason, Hjálmar Hallgrímsson, Zoran Ljubicic, Kekic Sinisa, Scott Ramsey, Grétar Hjartarson.
Fram: Ólafur Pétursson, Jón Sveinsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Baldur Bjarnason, Ásgeir Halldórsson (Eggert Stefánsson 23.), Anton Björn Markússon, Freyr Karlsson, Sævar Guðjónsson, Kristófer Sigurgeirsson, Þórir Áskelsson, Ásmundur Arnarson. Gul spjöld:
Fram: Sævar Guðjónsson á 31. mínútu. Dómari:
Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar:
Ari Þórðarson og Gunnar Gylfason.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert