ÍR-ingar féllu með sæmd

Nýliðar ÍR börðust fram í fingurgóma gegn Skagamönnum í dag en uppskeran varð of rýr, aðeins eitt stig eftir 1:1 jafntefli og því er það hlutskipti nýliðanna að falla í 1. deild.

Skagamenn voru sterkir í fyrri hálfleik og skoruðu snemma og hefðu hugsanlega getað bætt við fleiri mörkum en tókst ekki. ÍR-ingar börðust eins og ljón í síðari hálfleik og tókst að jafna en áttu svo sem engin dauðafæri sem hefðu getað orðið að mörkum. 0:1 á 18. mínútu
Sturlaugur Haraldsson sendi boltann fyrir mark ÍR frá vítateigshorni og á fjærstöng var Ragnar Hauksson sem skallaði boltann í jörðina og upp í vinstra markhorn ÍR-inga af stuttu færi, óverjandi fyrir Ólaf Þ. Gunnarsson markvörð. 1:1 á 63. mínútu
Boltinn barst snöggt inn á vítateig Skagamann frá Kristján Halldórssyni af hægri kanti, boltinn fór í Bjarka Má Hafþórsson sem náði síðan boltanum og renndi honum í netið af stuttu færi. Byrjunarliðin:
ÍR: Ólafur Þ. Gunnarsson, Magni Þórðarson, Kristján Halldórsson, Óli H. Sigurjónsson, Garðar Newman, Brynjólfur Bjarnason, Guðmundur Guðmundsson, Bjarni Gaukur Sigurðsson, Kristján Brooks, Sævar Þ. Gíslason, Chris Jackson.
ÍA: Þórður Þórðarson, Reynir Leósson, Sturlaugur Haraldsson, Kristján Sigurðsson, Heimir Guðjónsson, Steinar Adolfsson, Zoran Ivsic, Slobodan Milisic, Pálmi Haraldsson, Ragnar Hauksson, Dean Martin. Dómari:
Egill Már Markússon
Aðstoðardómarar:
Gísli Jóhannsson og Sigurður Friðjónsson.
mbl.is