Markatalan bjargaði Valsmönnum

Valsmenn sluppu við fall úr Landssímadeildinni þrátt fyrir að tapa 2:1 fyrir Leiftri á Ólafsfirði í dag. Valsmenn voru sterkir í fyrri hálfleik og höfðu þá yfir en í þeim seinni höfðu heimamenn þónokkra yfirburði sem þeir nýttu sér til sigurs.

0:1 á 18. mínútu
Arnór Guðjohnsen fór upp hægri kantinn og renndi boltanum síðan inn á teiginn á Ingólf Ingólfsson sem læddi boltanum undir Jens Martin Knudsen markvörð Leifturs. 1:1 á 75. mínútu
Eftir mikla þvögu í vítateig Valsmanna fékk Bergur Jacobson boltann og þrumaði honum í netið. 2:1 á 83. mínútu
Rastislav Lazorik sendi boltann inn á vítateig frá hægri og á Pál Guðmundsson sem tók boltann viðstöðulaust og þrumaði í netið. Byrjunarliðin:
Leiftur: Jens Martin Knudsen, Steinar Ingimundarson, John Nielsen, Páll Guðmundsson, Þorvaldur Sv. Guðbjörnsson, Sindri Bjarnason, Steinn V. Gunnarsson, Peter Ogaba, Páll V. Gíslason, Kári Steinn Reynisson, Baldur Bragason.
Valur: Lárus Sigurðsson, Bjarki Stefánsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Stefán Ómarsson, Ólafur Stígsson, Guðmundur Brynjólfsson, Sigurbjörn Hreiðarson, Salih Heimir Porca, Grímur Garðarsson, Arnór Guðjohnsen, Ingólfur Ingólfsson. Dómari:
Bragi Bergmann
Aðstoðardómarar:
Guðmundur Jónsson og Marínó Þorsteinsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert