Þrjú félög hafa unnið tvöfalt

EYJALIÐIÐ á möguleika að verða fjórða liðið sem hefur náð þeim áfanga að vinna tvöfalt, að verða bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari í knattspyrnu sama ár. Ef það tekst verður Bjarni Jóhannesson sjötti þjálfarinn í sögunni til næla sér í "tvöfaldan".
 KR-ingar urðu fyrstir til að vinna tvöfalt - 1961. Þá var Óli B. Jónsson þjálfari liðsins. Þeir endurtóku leikinn 1963 undir stjórn Sigurgeirs Guðmannssonar.
 Valsmenn urðu tvöfaldir meistarar undir stjórn Júrí Ilitchevs 1976. Síðan kom að þætti Harðar Helgasonar, en undir hans stjórn unnu Skagamenn tvöfalt tvö ár í röð, 1983 og 1984. Guðjón Þórðarson kom til sögunnar með Skagaliðið, sem vann tvöfalt undir hans stjórn 1993 og 1996.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert