Fimm nýliðar til Brasilíu

Árni Gautur Arason, sem hér heilsar upp á Gianluigi Buffon ...
Árni Gautur Arason, sem hér heilsar upp á Gianluigi Buffon landsliðsmarkvörð Ítalíu hjá Juventus, verður væntanlega fyrirliði Íslands í Brasilíu. AP
Aðeins tveir leikmenn erlendra liða, Árni Gautur Arason frá Rosenborg og Ólafur Stígsson frá Molde, leika með íslenska landsliðinu gegn Brasilíu í Cuiaba þann 7. mars. Ekki náðist samkomulag við norsk félagslið um að fá fleiri leikmenn þaðan lausa. Hinir 16 leikmennirnir koma allir frá íslenskum liðum og fimm þeirra eru nýliðar í landsliðinu en Atli Eðvaldsson tilkynnti hópinn rétt í þessu.

Liðið er þannig skipað:

Árni Gautur Arason, Rosenborg
Ólafur Þór Gunnarsson, ÍA
Einar Þór Daníelsson, KR
Gunnlaugur Jónsson, ÍA
Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík
Sigurvin Ólafsson, KR
Haukur Ingi Guðnason, Keflavík
Ólafur Stígsson, Molde
Valur Fannar Gíslason, Fylki
Hjálmar Jónsson, Keflavík
Sævar Þór Gíslason, Fylki
Baldur Aðalsteinsson, ÍA
Kjartan Antonsson, ÍBV
Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki
Grétar Hjartarson, Grindavík
Grétar Rafn Steinsson, ÍA
Guðmundur Steinarsson, Keflavík
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, KA

Þeir Ólafur Þór, Grétar Hjartarson, Grétar Rafn, Guðmundur og Þorvaldur eru nýliðar í hópnum og þeir Þórhallur, Kjartan og Baldur hafa aðeins leikið einn A-landsleik hver. Reyndustu leikmenn liðsins eru Einar Þór sem hefur leikið 20 landsleiki og Árni Gautur sem er með 19.

mbl.is