Grétar og Ellert fara til Bolton

Skagamennirnir Grétar Rafn Steinsson og Ellert Jón Björnsson munu halda til Englands í næstu viku og æfa með enska úrvalsdeildarliðinu Bolton.

Grétar Rafn sagði í gær að þeir félagar færu til Bolton með því hugarfari að öðlast reynslu og jafnframt til þess að vera betur í stakk búnir fyrir komandi verkefni með 21 árs landsliði Íslands síðar í haust, gegn Skotum og Litháen.

"Við erum báðir samningsbundnir ÍA til næstu tveggja ára en það er alltaf gaman að fara utan til þess að sjá hvar maður stendur í samanburði við hina. Hvað svo verður í framhaldinu vitum við ekki," sagði Grétar en þeir verða í rúma viku hjá félaginu. Um helgina mætir ÍA liði Fylkis í lokaumferð Íslandsmótsins og sagði Grétar að umræðan væri ákaflega skrítin um stöðu Skagamanna í þeim leik. "Það er hrein og klár móðgun við okkur sem íþróttamenn ef einhverjir halda að við ætlum að gefa eitthvað eftir gegn Fylki til þess að gera KR-ingum grikk. Staðan er einföld, Fylkir þarf að vinna sinn leik til þess að verða Íslandsmeistari og ég get lofað því að við leggjumst ekki flatir fyrir Fylki, sagði Grétar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert