Arnór Smárason til úrvalsdeildarliðsins Heerenveen í Hollandi

Arnór Smárason 15 ára gamall framherji frá ÍA á Akranesi mun dvelja í Hollandi fram í júní við æfingar og keppni hjá úrvalsdeildarliðinu Heerenveen. Arnór dvaldi hjá liðinu um tíma í haust og höfðu forráðamenn liðsins áhuga á að fá hann til liðsins til lengri tíma. Arnór hefur leikið með yngri flokkum ÍA en á síðasta ári dvaldi hann í Noregi ásamt foreldrum sínum og lék með unglingaliði Molde í samnefndum bæ. Á heimasíðu ÍA er sagt frá því að Arnór muni koma á ný á Akranes í júní og leika með ÍA en hann er enn gjaldgengur í 3. flokk félagsins.

mbl.is