Grétar Rafn semur við Young Boys

Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi úr bikarmeistaraliði ÍA, hefur gert tveggja og hálfs árs samning við svissneska liðið Young Boys. Heimasíða ÍA greinir frá þessu í dag.

Grétar Rafn mun ljúka keppnistímabilinu með Skagamönnum en samningur hans við Young Boys tekur gildi frá og með áramótum. Tveimur umferðum er lokið í svissnesku deildinni og hefur Young Boys unnið báða leiki sína.

Grétar Rafn var til reynslu hjá svissneska liðinu í maí og í kjölfarið var honum boðinn samningur en þar sem ekki tókust samningar milli ÍA og Young Boys var málinu slegið á frest.

Grétar Rafn er 22 ára og gekk til liðs við ÍA frá KS á Siglufirði. Hann hefur verið fastamaður í Skagaliðinu undanfarin ár og hefur leikið 70 leiki í efstu deild fyrir félagið og skorað 12 mörk. Grétar á einn A-landsleik að baki, gegn heimsmeisturum Brasilíu fyrir tveimur árum þar sem hann skoraði eina mark Íslands í 6:1 tapi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert