Ásgeir og Logi kalla á 18 leikmenn til tveggja leikja

Landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum í Zagreb 26. mars í undankeppni HM 2006 og vináttuleikinn gegn Ítölum fjórum dögum síðar í Padova. Hermann Hreiðarsson er leikjahæsti maðurinn í hópnum, en 11 af 18 leikmönnum hafa leikið fleiri en 20 A-landsleiki. Einn nýliði er í hópnum, Kári Árnason. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir:
Árni Gautur Arason, Vålerenga
Kristján Finnbogason, KR
Aðrir leikmenn:
Hermann Hreiðarsson, Charlton
Brynjar Björn Gunnarsson, Waford
Arnar Þór Viðarsson, Lokeren
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
Heiðar Helguson, Watford
Pétur Hafliði Marteinsson, Hammarby
Jóhannes Karl Guðjónsson, Leicester
Indriði Sigurðsson, KRC Genk
Ólafur Örn Bjarnson, Brann
Gylfi Einarsson, Leeds
Bjarni Guðjónsson, Plymouth
Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Stefán Gíslason, Keflavík
Grétar Rafn Steinsson, BSC Young Boys
Kári Árnason, Djurgårdens IF
mbl.is