Íslendingar unnu frækilegan sigur á S-Afríku

Íslenska landsliðið sigraði það S-afríska í kvöld 4:1.
Íslenska landsliðið sigraði það S-afríska í kvöld 4:1. Árni Torfason
Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í kvöld frækilegan sigur á Suður-Afríku, 4:1, í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld. Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrsta mark Íslendinga á 25. mínútu en Debron Buckley jafnaði metin tveim mínútum síðar. Arnar Þór Viðarsson kom Íslendingum yfir á nýjan leik á 42. mínútu og Heiðar Helguson bætti við þriðja markinu á 67. mínútu. Veigar Páll Gunnarsson tryggði svo 4:1 sigur með glæsilegu marki á 72. mínútu.
mbl.is