Grétar Rafn innsiglaði stórsigur AZ Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson skoraði eitt marka AZ Alkmaar þegar liðið burstaði Willem, 5:1, í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.

Siglfirðingurinn, sem lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar, innsiglaði stórsigur sinna manna þegar hann skoraði fimmta mark tveimur mínútum fyrir leikslok.

PSV, sem sigraði Ajax, 1:0, í gær er efst í deildinni með 22 stig en AZ Alkmaar og Feyenoord, sem beið ósigur, 2:1, fyrir Walwijk, er með 21 stig í 2.-3. sæti.