AZ Alkmaar skoraði átta mörk

Íslendingaliðið AZ Alkmaar rótburstaði Nac Breda, 8:1, í fyrstu umferð hollensku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Grétar Rafn Steinsson sat allan tímann á varamannbekknum en Jóhannes Karl Guðjónsson gat ekki spilað vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Spánverja á þriðjudaginn.
mbl.is