Valur Íslandsmeistari - FH mætti ekki til leiks

Valur er Íslandsmeistari í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Lokaumferð deildarinnar er spiluð í dag en reyndar leikur Valur ekki því lið FH mætti ekki til leiks gegn Val á Valbjarnarvelli. Sigurður Óli Þórleifsson dómari flautaði leikinn af þegar ljóst var að FH-liðið mætti ekki til leiks. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna lið FH mætti ekki til leiksins en ljóst er að FH er fallið í 1. deild.

mbl.is