Grétar Rafn: Hearts væri skref aftur á bak

Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Alkmaar í Hollandi, var orðaður við skoska liðið Hearts í skoskum fjölmiðlum í vikunni. Grétar Rafn sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði engan áhuga á því að fara til Skotlands.

„Það er alltaf gaman þegar einhver sýnir manni áhuga en þetta er einfaldlega ekki spennandi fyrir mig. Ég er ánægður hérna hjá Alkmaar og okkur gengur mjög vel. Ef ég fer héðan, þá myndi ég stefna að því að taka skref fram á við en það er ljóst að ef ég færi til Hearts, væri það skref aftur á bak," sagði Grétar Rafn.

Hann og Jóhannes Karl Guðjónsson eru með liði Alkmaar í Sevilla á Spáni þar sem þeir mæta heimamönnum í UEFA-bikarnum í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í sínum riðli og bæði komin áfram. „Það skiptir hins vegar máli að vinna riðilinn til að fá hagstæðari mótherja í 32-liða úrslitunum. Okkur nægir jafntefli en þetta verður erfitt gegn sterku liði Sevilla," sagði Grétar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert