Ajax í Meistaradeildina á kostnað AZ Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar töpuðu ...
Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar töpuðu fyrir Ajax. Reuters
Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar töpuðu í dag fyrir Ajax, 3:0, í síðari leik liðanna um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. AZ Alkmaar hafði betur í fyrri leiknum, 2:1, og þar með vann Ajax einvígið liðanna samanlagt, 4:2. Grétar Rafn lék allan tímann í vörn AZ Alkmaar.
mbl.is