Ásthildur Helgadóttir: „Erum besta íþróttalið á landinu eins og er"

Landsleikur Íslands og Frakklands er á morgun í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Laugardagsvelli á morgun klukkan tvö og vonast forráðamenn eftir metaðsókn. Franska liðið er í efsta sæti riðilsins og hefur skorað 12 mörk í tveimur leikjum en Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands, er mjög bjartsýn varðandi leikinn á morgun.

Ekki á leiðinni að hætta

Frakkar og Íslendingar hafa mæst í tvígang áður, 1995 og 2004. Ásthildur er sú eina í liðinu sem spilaði við franska liðið árið 1995. Í dag er hún ein af bestu leikmönnum í sterkustu deild í heimi, þeirri sænsku. Þrátt fyrir það velta margir því fyrir sér hvort sé farin að huga að því að leggja skóna á hilluna. Ásthildur segir það hræða sig svolítið þegar hún hugsar um leikinn 1995 að heil 12 ár séu frá þeim leik en segir að hún sé ekki farin að hugsa um að hætta þó farið sé að síga á seinni hluta ferils hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina