Grétar Rafn skoraði í öruggum sigri AZ Alkmaar

Grétar Rafn skoraði.
Grétar Rafn skoraði. Reuters
Landsliðsbakvörðurinn Grétar Rafn Steinsson skoraði í kvöld annað mark AZ Alkmaar þegar liðið lagði Excelsior, 3:0, í fyrsta leik þriðju umferðar hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Markið skoraði Grétar Rafn skömmu fyrir leikhlé.
mbl.is