Atli Viðar og Heimir verða ekki með Fjölni í úrslitaleiknum

Fjölnismenn fagna sigrinum í Fylkismönnum í undanúrslitum Visa-bikarkeppninnar á dögunum.
Fjölnismenn fagna sigrinum í Fylkismönnum í undanúrslitum Visa-bikarkeppninnar á dögunum. Golli

Stjórn knattspyrnudeildar FH ákvað á fundi í gærkvöldi að gerður samningur á milli FH og Fjölnis skuli standa og þar með er ljóst að Atli Viðar Björnsson og Heimir Snær Guðmundsson munu ekki leika með Fjölnismönnum gegn Íslandsmeisturum FH í úrslitaleik Visa-bikarkeppninnar sem fram fer á Laugardalsvellinum þann 6. október.

Sigmundur P. Ástþórsson er þriðji leikmaðurinn sem er í láni frá FH hjá Fjölni en honum er frjálst að spila þar sem engin ákvæði eru í samningi hans. Tveir fyrrum FH-ingar leika að auki með Fjölni, fyrirliðinn Magnús Ingi Einarsson og Tómas Leifsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert