Morgunblaðið býður áskrifendum á landsleikinn í dag

Allir á völlinn.
Allir á völlinn. Árni Torfason

Morgunblaðið býður 100 áskrifendum sínum á landsleik Íslands og Norður-Írlands sem fram fer á Laugardalsvelli í dag klukkan 18.05. Til að verða sér út um miða þarf að klippa út auglýsingu þessa efnis á íþróttasíðu blaðsins í dag og koma með hana í höfuðstöðvar blaðsins að Hádegismóum 2. Fær þá viðkomandi afhenta tvo miða á landsleikinn á meðan þeir endast.

mbl.is

Bloggað um fréttina