Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein

Eiður Smári Guðjohnsen verður í fremstu víglínu gegn Liechtensteinum í ...
Eiður Smári Guðjohnsen verður í fremstu víglínu gegn Liechtensteinum í dag. Árni Torfason
Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslendinga sem etur kappi við Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins í Vaduz í Liechtenstein í kvöld. Eyjólfur hefur gert tvær breytingar á liðinu. Hermann Hreiðarsson kemur inn fyrir Hjálmar Jónsson og Arnar Þór Viðarsson fyrir Grétar Rafn Steinsson sem ekki getur spilað vegna meiðsla.

Byrjunarliðið er þannig skipað en leikkerfið er 4:3:3:

Markvörður: Árni Gautur Arason

Hægri bakvörður: Kristján Örn Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Hermann Hreiðarsson

Miðverðir: Ívar Ingimarsson og Ragnar Sigurðsson

Tengiliðir: Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson

Sóknarmenn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði og Emil Hallfreðsson.

Varamenn: Daði Lárusson, Helgi Sigurðsson, Indriði SigurðssonÓlafur Örn Bjarnason, Ólafur Ingi Skúlason, Ármann Smári Björnsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina