Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari?

Ólafur Jóhannesson er að taka við þjálfun landsliðsins.
Ólafur Jóhannesson er að taka við þjálfun landsliðsins. Kristinn Ingvarsson

Samkvæmt traustum heimildum mbl.is verður Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari FH-inga, næsti þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar í dag þar sem landsliðsþjálfarinn verður kynntur til sögunnar en sem kunnugt er var samþykkt á stjórnarfundi KSÍ á laugardag að framlengja ekki samninginn við Eyjólf Sverrisson en samningur hans við KSÍ rennur út á miðvikudag.

Ólafur ákvað á dögunum að hætta sem þjálfari FH-inga en hann náði frábærum árangri með Hafnarfjarðarliðið. Undir hans stjórn varð FH Íslandsmeistari þrjú ár í röð, 2004, 2005 og 2006 og varð bikarmeistari í ár í fyrsta sinn í sögu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert