Ísland lækkar um 10 sæti á lista FIFA

Nicklas Bendtner og Theódór Elmar Bjarnason berjast um boltann í …
Nicklas Bendtner og Theódór Elmar Bjarnason berjast um boltann í leik Dana og Íslendinga á Parken á miðvikudag. Reuters

Ísland er í 89. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og hefur lækkað um 10 sæti frá því síðasti listi var birtur fyrir mánuði. Argentínumenn, Brasilíumenn og Ítalar eru í þremur efstu sætunum líkt og í október.

Spánverjar hækka um 2 sæti upp í það fjórða, Þjóðverjar eru áfram í fimmta sæti, Tékkar hækka um 3 sæti og er í því sjötta, Frakkar falla um tvö sæti í það sjöunda, Portúgalar eru í 8. sæti, Hollendingar í 9. sæti og lækka um tvö sæti, og Króatar eru í því tíunda.

Meðal hástökkvara á listanum eru Tyrkir, sem fara upp um 12 sæti í það 16., og Búlgarar, sem fara upp um 16 sæti og eru í því 18. Neðar á listanum hækka Hvít-Rússar um 34 sæti upp í 60. sæti og Litháar eru í 60. sæti og hafa hækkað um 29.

Heimasíða FIFA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert