Grétar tryggði Alkmaar sigur

Grétar Rafn Steinsson tryggði Alkmaar þrjú stig.
Grétar Rafn Steinsson tryggði Alkmaar þrjú stig. Ómar Óskarsson

Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, tryggði Alkmaar sigur á Heracles, 1:0, í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Grétar Rafn skoraði sigurmarkið á 71. mínútu en skömmu áður var einn samherja hans rekinn af velli og leikmenn Alkmaar voru manni færri síðustu 25 mínútur leiksins.

mbl.is