Stefán skipaður fyrirliði Bröndby

Stefán Gíslason er orðinn fyrirliði Bröndby.
Stefán Gíslason er orðinn fyrirliði Bröndby. Brynjar Gauti

Stefán Gíslason hefur verið skipaður nýr fyrirliði hjá danska úrvalsdeildarliðinu Bröndby. Hann tekur hann við fyrirliðabandinu af Per Nielsen sem hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin fimm ár en Nielsen fannst rétt að annar leikmaður tæki við hlutverki sínu.

Stefán gekk í raðir Bröndby frá norska liðinu Lyn í júlí á síðasta ári og hefur verið í lykilhlutverki á miðjunni. Hann leysti Per Nielsen af hólmi sem fyrirliði í fjarveru hans í leik gegn FC Köbenhavn í haust og þá sagði Tom Köhlert þjálfari liðsins; „Hann er leiðtogi, bæði í leikjum og á æfingum. Ég er því ekki í nokkrum vafa um að þetta er gott val.“

mbl.is

Bloggað um fréttina