Heerenveen semur á ný við Arnór

Arnór Smárason skrifar undir samning ásamt forráðamönnum Heerenveen.
Arnór Smárason skrifar undir samning ásamt forráðamönnum Heerenveen. Vefur Heerenveen

Skagamaðurinn Arnór Smárason mun á næstu dögum skrifa undir þriggja ára samning við hollenska knattspyrnuliðið  Heerenveen en forráðamenn félagsins nýttu sér framlengingarákvæði í samningi sem gerður var fyrir einu ári síðan.

Arnór hefur á undanförnum árum verið í herbúðum Heerenveen en hann er fyrirliði og markahæsti leikmaður varaliðs félagsins. Á undanförnum vikum hefur Arnór verið í leikmannahóp aðalliðs félagsins í hollensku úrvalsdeildinni og hefur hann komið inná í einum leik hjá aðalliðinu.


mbl.is