Atletico Madrid skrefi nær Meistaradeildarsæti

Liðsmenn Atletico Madrid fagna sigrinum í kvöld.
Liðsmenn Atletico Madrid fagna sigrinum í kvöld. Reuters

Atletico Madrid færðist skrefi nær Meistaradeildinni þegar liðið lagði Espanyol, 2:0 á útivelli í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Suður-Ameríkumennirnir Kun Aguero og Diego Forlan gerðu mörkin fyrir Madridarliðið sem þarf að vinna einn sigur í síðustu tveimur umferðunum til að tryggja sér farseðilinn í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Aguero og Forlan hafa skorað samtals 44 mörk fyrir Atletico Madrid á leiktíðinni, Agurero 19 og Forlan 15, og þeir hafa átt stóran þátt í að liðið er með Meistaradeildarsætið innan seilingar.

Staðan

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Brynjar Páll Rögnvaldsson: 19+15