Eyjamenn með fullt hús

Úgandamaðurinn Andrew Mwesigwa og félagar hans í liði ÍBV lögðu ...
Úgandamaðurinn Andrew Mwesigwa og félagar hans í liði ÍBV lögðu Stjörnuna í kvöld. mbl.is

ÍBV hélt sigurgöngu sinni áfram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Eyjamenn tóku á móti Stjörnumönnum og fögnuðu 2:0 sigri. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra markið strax á 4. mínútu og Augustine Nsumba bætti við öðru á 45. mínútu. ÍBV hefur unnið alla þrjá leiki sína og er með 9 stig en Stjarnan hefur 4.

Á Akureyrarvelli skildu KA og Selfoss jöfn, 2:2. Norbert Farkas og Guðmundur Óli Steingrímsson komu Akureyringum í 2:0 en Sævar Þór Gíslason og Henning Jónasson svöruðu fyrir Selfyssinga sem brenndu af úr vítaspyrnu í stöðunni 1:0 fyrir KA.

Í Hafnarfirði unnu nýliðar Hauka góðan sigur á Víkingi, 3:1. Jimmy Høyer kom Víkingi yfir en Úlfar Hrafn Pálsson, Davíð Ellertsson og Denis Curic tryggðu Haukunum sigur.

mbl.is

Bloggað um fréttina