Eiður Smári orðaður við Köln

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen er á óskalista þýska liðsins Köln að því er þýskir fjölmiðlar greina frá í dag. Köln vann sér sæti í þýsku Bundesligunni á dögunum en liðið leikur undir stjórn Christoph Daums.

„Við þurfum að fá til okkar einn til tvo afar sterka leikmenn fyrir næstu leiktíð. Við erum að leita af leikmönnum sem hafa komið við sögu í Meistaradeildinni,“ segir Daum í viðtali við þýska fjölmiðla.

Daum vildi ekki nefna nein nöfn í því sambandi og vildi ekki tjá sig um hvort Eiður Smári væri á óskalista sínum.

Eiður Smári á tvö ár eftir af samningi sínum við Barcelona en framtíð hans hjá liðinu er óráðin eins og hjá mörgum leikmönnum liðsins í kjölfarið á ráðningu á nýjum þjálfara en Josep Guardiola var ráðinn þjálfari í stað Frank Rijkaards.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert