Byrjunarlið U21 gegn Noregi klárt

Birkir Bjarnason er í byrjunarliði Íslands.
Birkir Bjarnason er í byrjunarliði Íslands. mbl.is/Sigurður Elvar

Luka Kostic, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í vináttulandsleik á Hlíðarenda í kvöld kl. 19:15. Allir leika leikmennirnir hér á landi utan Birkis Bjarnasonar sem spilar með Bodö/Glimt í Noregi.

Liðið er þannig skipað:

Markvörður: Atli Jónasson (Haukum).

Varnarmenn: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðabliki), Heimir Einarsson (ÍA), Hólmar Örn Eyjólfsson (HK), Hjörtur Logi Valgarðsson (FH).

Miðjumenn: Heiðar Geir Júlíusson (Fram), Hallgrímur Jónasson (Keflavík), Matthías Vilhjálmsson (FH).

Sóknarmenn: Birkir Bjarnason (Bodö/Glimt), Guðjón Baldvinsson (KR), Jóhann Berg Guðmundsson (Breiðabliki).

Fyrirliði liðsins er Hallgrímur Jónasson. 

mbl.is