Eiður fyrirliði Barcelona í seinni hálfleik

Eiður Smári Guðjohnsen fylgist með í bakgrunni þegar Bojan Krkic ...
Eiður Smári Guðjohnsen fylgist með í bakgrunni þegar Bojan Krkic reynir skot að marki Hibernian. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði Barcelona í síðari hálfleiknum þegar Katalóníuliðið sigraði Hibernian, 6:0, í Skotlandi í gærkvöld, í fyrsta æfingaleik sínum á undirbúningstímabilinu. Eiður gerði tvö markanna eins og áður hefur komið fram.

Eiður tók við fyrirliðabandinu af Victor Valdes markverði í síðari hálfleiknum. Eiður gerði fyrra mark sitt með hörkuskoti frá vítateig og það síðara eftir góðan samleik við Lionel Messi.

„Ef Eiður spilar áfram svona, mun hann eiga sæti í liði Barcelona," segir m.a. í umfjöllun El Mundo Deportivo um leikinn í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina