Fjórtán ára réðst á dómara

Reuters

Leiðindaatvik varð á Fjölnisvelli á miðvikudag þegar heimamenn tóku á móti Fylki á Íslandsmóti fjórða flokks karla í knattspyrnu. Dómari leiksins, Smári Stefánsson, varð þá fyrir árás leikmanns Fylkisliðsins eftir að hafa sýnt honum rauða spjaldið.

Leikmaðurinn, sem er tæplega 14 ára gamall, sparkaði svo harkalega í hné Smára að gera þurfti hlé á leiknum meðan hlúð var að honum. Atvikið átti sér stað undir lok leiksins sem lauk með sigri Fjölnis, 2:0.

„Hann er náttúrulega bara ungur strákur sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu. Hann sá mikið eftir þessu strax eftir leik,“ sagði Elvar Már Svansson, þjálfari 4. flokks hjá Fylki, í samtali við Morgunblaðið.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Það er meira í Mogganum!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »