Katrín: Fúl en stolt

Katrín fyrirliði var stolt af stelpunum þrátt fyrir tap gegn …
Katrín fyrirliði var stolt af stelpunum þrátt fyrir tap gegn Frökkum. Carlos Brito/Algarvephotopress

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og markaskorari íslenska kvennalandsliðsins gegn Frökkum var nokkuð miður sín í leikslok en þó stolt líka.

„Það sorglega er hversu nálægt við samt vorum þrátt fyrir allt saman og þrátt fyrir að vera slakari aðilinn nokkurn tíma þá gafst engin okkur upp og hver veit hvað hefði gerst hefðu þær ekki skorað annað mark sitt svo fljótt eftir að við jöfnum leikinn. Þá vorum við að leika vel og að ná okkur á strik og það er hægt að velta fyrir sér hver staðan hefði verið ef það mark hefði ekki komið þá. En svona er þetta.  Þeir voru sterkari en við sýndum metnað og dug og það er afar ljós punktur.“

mbl.is