Margrét Lára: Eigum mikið inni

Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. mbl.is

,,Við eigum mikið inni. Það var margt sem mátti betur fara. Það var samt margt jákvætt hjá okkur líka og við verðum bara að taka það með í seinni leikinn," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir framherji kvennalandsliðsins í knattspyrnu við Morgunblaðið eftir jafnteflið við Íra í gær.

„Það er stutt í leikinn og þýðir ekkert að staldra við í einhverri neikvæðni heldur koma tvíefldar til leiks á fimmtudaginn og fá þjóðina með okkur í baráttuna. Ef við fáum sem flesta á völlinn og við erum í okkar besta standi er erfitt við okkur að eiga,“ sagði Margrét Lára.

Sjá allt um leikinn við Íra og viðtöl vil leikmenn íslenska landsliðsins í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is