Leikur Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvelli í kvöld

Snjó mokað af Laugardalsvelli í gær.
Snjó mokað af Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Kristinn

Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ sagði við fréttavef Morgunblaðsins nú rétt í þessu að leikur Íslands og Írlands í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu fari fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.10 og er þýðingarmesti leikur í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu.

,,Dómarinn hefur ekki sagt neitt annað en að leikurinn fari fram í kvöld. Hann skoðaði völlinn í morgun og gerði engar athugasemdir og það var heldur ekki gert á svoköllum öryggisfundi. Einhver veðurfræðingur út í bæ getur ekki sagt um hvort það verður spilað eða ekki. Ég er búinn að hringja í Sigga Storm og bjóða honum á leikinn,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við mbl.is.

Fyrri leik þjóðanna í Írlandi um síðustu helgi lyktaði með 1:1 jafntefli en sigurliðið í kvöld tryggir sér farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi á næsta ári.

Leikmenn Íslands fagna vonandi sigri á Írum í kvöld.
Leikmenn Íslands fagna vonandi sigri á Írum í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert