Margrét Lára: Gamall draumur hefur ræst

Margrét Lára Viðarsdóttir í kunnuglegri stellingu.
Margrét Lára Viðarsdóttir í kunnuglegri stellingu. mbl.is/Golli

„Það má segja að gamall draumur hafi ræst og gott að þetta sé loksins í höfn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr Val, við Morgunblaðið í gærkvöld eftir að hún hafði gengið frá eins árs samningi við sænska félagið Linköping.

Liðið er eitt það sterkasta í Evrópu um þessar mundir en það hafnaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í ár eftir harða baráttu við meistarana í Umeå.

„Þetta var nauðsynlegt skref á mínum ferli og mikilvægt fyrir bæði mig og landsliðið á þessum tímapunkti að ég færi í þessa deild. Landsliðið á erfitt ár fyrir höndum og eins gott fyrir mig að vera í eins góðu formi og mögulegt er,“ sagði Margrét.

Hún fer ekki til Svíþjóðar fyrr en í byrjun febrúar, vegna náms, en hún leggur stund á íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík.

„Ég fékk frest fram í febrúarbyrjun til að mæta til æfinga vegna þess að ég þarf að ljúka mikilvægu vettvangsnámi í janúar. Á meðan æfi ég eftir prógrammi frá þjálfara Linköping og er svo tilbúin í baráttuna hjá liðinu í byrjun febrúar. ,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.

Sjá nánara spjall við Margréti Lári í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert