Barcelona vann risaslaginn, 2:0

Samuel Eto'o í baráttu við tvo leikmenn Real Madrid.
Samuel Eto'o í baráttu við tvo leikmenn Real Madrid. Reuters

Barcelona er komið með átta stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á erfkifjendum sínum í Real Madrid en liðin áttust við í sannköllum risaslag á Camp Nou í kvöld. Samuel Eto'o og Lionel Messi gerðu mörk Börsunga á síðustu 10 mínútum leiksins. Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrstu 63 mínúturnar fyrir Börsunga og átti ágætan leik.

Áður en Barcelona skoraði varði Iker Casillas vítaspyrnu frá Eto'o á 70. mínútu en Kamerúninn náði að bæta fyrir það 13 mínútum síðar þegar honum tókst að koma boltanum innfyrir marklínuna eftir skallsendingu frá Carles Puyol.

Lionel Messi innisglaði svo sigur Börsunga á lokamínútu leiksins en eftir skyndisókn skoraði Messi með því að vippa boltanum yfir Casillas eftir sendingu frá Thierry Henry

Barcelona - Real Madrid bein lýsing

Eiður Smári er í liði Börsunga.
Eiður Smári er í liði Börsunga. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina