Ólafur ánægður með árangur sinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segist nokkuð ánægður með árangur …
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segist nokkuð ánægður með árangur sinn á árinu. Morgunblaðið/ Brynjar Gauti

,,Ég er heilt yfir nokkuð ánægður með þetta eina ár sem ég hef verið þjálfari landsliðsins,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið en Ólafur tók við stjórn liðsins í nóvember á síðasta ári.

Ólafur hefur stýrt liðinu í 13 leikjum og er uppskera liðsins 5 sigrar, 5 töp og 3 jafntefli.

,,Það má auðvitað gera betur og við stefnum að því að gera það á komandi ári. Hvort árangurinn er betri eða verri en ég bjóst við er erfitt að dæma um en við höfum lagt upp ákveðna hluti sem eru kannski ekki flóknir. Við höfum náð að virkja nokkuð marga leikmenn og þegar þeir menn eru kallir til þá vita þeir að hverju þeir ganga. Það hefur auðvitað hjálpað okkur gríðarlega að fá aukin verkefni með liðið. Þó um sé að ræða æfingaleiki þá eru þeir afar þýðingarmiklir, í þeim förum við í gegnum ákveðna hluti og því oftar sem liðið kemur saman því betra verður það,“ segir Ólafur.

,,Ég lít bara björtum augum á komandi ár. Eins og riðillinn í HM hefur spilast þá hafa fjögur lið tekið stig hvert af öðru. Hollendingar eru með yfirburðalið en hin eru jöfn og það er ekkert launungarmál að við stefnum á að taka annað sætið,“ sagði Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert