Eiður Smári: „Engin krísa hjá okkur“

Eiður Smári og Thierry Henry í faðmlögum eftir að Eiður …
Eiður Smári og Thierry Henry í faðmlögum eftir að Eiður hafði lagt upp mark fyrir Frakann í leiknum gegn Atletico Madrid. Reuters

„Menn hér á bæ eru ekki vanir því að tapa tveimur leikjum í röð en það er engin krísa hjá okkur. Við megum ekki einblína of mikið á þetta neikvæða. Við erum í góðri stöðu og nú verðum við bara komast á sigurbraut á ný. Fyrir hlutlausa aðila er þetta skemmtilegra. Nú er komin spenna í deildina,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Barcelona við Morgunblaðið í gær en Eiður og félagar biðu lægri hlut fyrir Atlético Madrid í fyrrakvöld, 4:3, og munar nú aðeins fjórum stigum á þeim og Real Madrid.

Í síðustu þremur deildaleikjum hefur Barcelona aðeins náð að innbyrða eitt stig og þá gerði liðið jafntefli við Lyon á útivelli í Meistaradeildinni.

,,Við erum ekki alveg í sama forminu og við vorum í fyrr á tímabilinu en afdrifaríkar ákvarðanir dómaranna hafa líka komið niður á okkur. Í leiknum á móti Espanyol misstum við mann útaf með rautt spjald og svo var dæmd vítaspyrna á okkur gegn Atletico Madrid sem orkaði mjög tvímælis. Kannski gengu hlutirnir of auðveldlega hjá okkur framan af. Nú lendum við í smá lægð og við þurfum bara að standa hana af okkur og spýta í lófana. Ég er sannfærður um að við gerum það,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

Ítarlega er rætt við hann í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert